Vesturbakki 1 , Þorlákshöfn
Tilboð
Atvinnuhúsnæði
herb.
1079 m2
Tilboð
Stofur
Herbergi
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
Byggingaár
2022
Brunabótamat
0
Fasteignamat
10.800.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar DEILA Senda á vin

Fasteignasala Suðurlands (s 483 3424) kynnir:  TILBOÐ ÓSKAST Í VESTURBAKKA 1, ÞORLÁKSHÖFN, SEM ER NÝTT, UPPSTEYPT, mjög vel staðsett iðnaðarhúsnæði sem skiptist í 6 bil, öll með millilofti.  Ekki er búið að hólfa húsið niður að öllu leyti þannig að notkunarmöguleikar eru miklir.  
Heildarstærð hússins, með millilofti er 1079,2m2.
Hvert bil er um 120m2 að grunnfleti auk millilofts.  Milliloft í bili 0101 nær yfir allt bilið.  Svalir eru á suður- og vesturhlið á bili 0101!


Húsið afhendist á því byggingarstigi sem það er núna, en hægt er að fá það afhent fullfrágengið!


* Allar nánari upplýsingar fást í síma 483 3424 og á fastsud@gmail.com *

Nánari lýsing:

 • Um er að ræða iðnaðarhúsnæði (ekki geymslubil)  sem telur 6 bil, hvert ca 120m2 að grunnfleti auk millilofts. 
 • Í bilum 02 til 05 er steypt 46,85m2 milliloft, merkt "geymsluloft".
 • Í bili 0101 er steypt 126,7m2 milliloft.  Á milliloftinu í bili 0101 er gert ráð fyrir skrifstofu í endanum næst götunni, kaffistofu og salerni þar á eftir og svo opið rými í endanum sem snýr að Móanum.  Gert er ráð fyrir tvennum dyrum á rýminu, annars vegar þar sem inngangurinn er hugsaður og svo þar sem gengið er út á svalirnar.
 •  Á hverju bili er gert ráð fyrir  2 stórum innkeyrsludyrum á sitt hvorri hlið (hægt að keyra í gegnum húsið ef vill) - hurðargöt götumegin er (HxB) 3,5m*4m og á bakvið 2,9mx3m.
 • Gert ráð fyrir inngangshurðum á báðum hliðum (framan og aftan)
 • Búið er að bæta við gluggagati að framanverðu þannig að hægt er að setja milliloft þeim megin líka vill og þá hefur það birtu og flóttaleið.
 • Á steypta milliloftinu er gert ráð fyrir flóttaleið út þar sem komið er ofan á skýlið fyrir ofan inngangshurðina og þaðan hægt að komast alla leið niður á jörð.
 • Á neðri hæð er gert ráð fyrir wc og skolvask á vegg. 
 • Gert er ráð fyrir blöndunartækjum við stóru hurðina (til að þrífa bíla).
 • Lagnir fyrir gólfhita er í húsinu á báðum hæðum.
 • Lokað verður á milli enda bilsins (106) og Vesturbakka 3 (húsin eru sambyggð) þannig að ekki verður hægt að keyra hringinn í kringum húsið.
Stærð bilanna er sem hér að neðan greinir - einungis er búið að loka milli bila 0101 og 0102.  Heildarstærð hússins, með millilofti er 1079,2m2.
Bil 0101:  119,5m2 auk 126,7m2 millilofts.
Bil 0102:  120,4m2 auk 46,2m2 millilofts.
Bil 0103;  120,4m2 auk 46,2m2 millilofts.
Bil 0104:  120,4m2 auk 46,2m2 millilofts.
Bil 0105:  120,6m2 auk 46,2m2 millilofts.
Bil 0106:  120,4m2 auk 46,2m2 millilofts. 


FASTEIGNASALA SUÐURLANDS HEFUR VEITT VANDAÐA OG GÓÐA ÞJÓNUSTU SÍÐAN 2003 !

Fasteignasala Suðurlands, Unubakka 3b, Þorlákshöfn.  
Heimasíða fasteignasölunnar:  https://www.eignin.is/

Senda fyrirspurn vegna

Vesturbakki 1

CAPTCHA code


Laufey Ásgeirsdóttir
Sölumaður