Fasteignasala Suðurlands (s 483 3424) kynnir: Núpahraun 10, Þorlákshöfn, sem er nýtt 133m2, glæsilegt, 4ra herbergja miðjuraðhús ásamt bílskúr.
Húsið afhendist á byggingarstigi 5, 1.september 2022 !
* Allar nánari upplýsingar má fá í síma 483 3424 og á fastsud@gmail.com *
Íbúðin skilast tilbúin til málunar (á byggingarstigi 5 skv. íst-51) samkvæmt neðangreindri lýsingu:
Húsið er timburhús, klætt að utan með ljósu bárustáli með timburklæðningu á móti og dökkgráum gluggum og hurðum og dökkgráu þakstáli !
Loft eru upp tekinn. Eftir er að klæða loftaklæðningu en raflagnir og lagnagrind komin upp.
Á þaki er Ranilla bárað þakstál dökk grátt.
Álrennur eru utaná þakkant
Gluggar og hurðir: Gluggar eru ál-tré gluggar frá viðurkenndum aðila. Gluggar eru hvítir RAL9010 að innan en gráir 6 að utan.
Hitakerfi: Búið er að leggja gólfhitalagnir og tengja saman við tengigrind. Stýringar og annar búnaður gólfhita fylgir ekki.
Raflagnir: Búið er að leggja út ídráttarrör og dósir og draga fyrir vinnurafmagni. Tafla er ófrágengin.
Gólf: Gólf eru steypt og afhendast flotdregin.
Lóð : Lóð er grófjöfnuð með mulningi í plani. Sorptunnuskýli á lóð eru komin.
Gert er ráð fyrir rafhleðslu fyrir rafbíla. Hleðslustöð fylgir ekki.
Skjólveggir og verandir eru ekki innifaldar en mælst er til að samræmi sé gætt á milli íbúða í efnisvali og útfærslu til að gæta að heildarútliti húsins.
Húsin eru íslensk hönnun en framleiddí Litháen og koma vegg og þakeiningar frá verksmiðju og eru samsettar á byggingarstað. Verksmiðjan sem framleiðir einingar hefur afgreitt ca 200 hús síðan 2001 til íslenskra viðskiptavina og er allur frágangur miðaður við íslenska staðla og aðstæður.
Í Þorlákshöfn er þjónustustig mjög gott - hagnýtar upplýsingar:
Verslun og þjónusta: Hér má m.a. finna:
Apótekarann.
Bakaríið Café Sól (facebook: café sól)
Hárgreiðslustofuna Kompuna (facebook: kompan klippistofa)
Rakarstofu Kjartans (facebook: kjartan rakari)
Vínbúðina.
Kr.-verslun með yfir 2.000 helstu vöruliði á Krónuverði
Veitingastaðina: Thai Sakhon Restaurant (facebook: thai sakhon restaurant)
Svarta Sauðinn (facebook: svarti sauðurinn)
Skálann, sem jafnframt er sölustaður Orkunnar. Einnig er hér ÓB-stöð.
Hér er mjög góð heilsugæsla.
Tómstundir og afþreying:
Íþróttaiðkun í Þorlákshöfn er gríðarlega öflug og þá helst meðal barna og unglinga og er aðstaða til íþróttaiðkunar öll til mikillar fyrirmyndar.
Frá fjögurra ára aldri er í boði að iðka fótbolta (aegirfc.is), fimleika (facebook: fimleikadeild Þórs), körfubolta (facebook: Þór Þorlákshöfn) og frjálsar, ásamt því að iðkaður er badminton. Hér er svo einnig Litli íþróttaskólinn á vegum fimleikadeildarinnar fyrir börn frá eins árs aldri.
Motorcrossá braut rétt utan við bæinn.
Hestamennska (facebook: hestamannafélagið háfeti) með fallegum reiðleiðum allt um kring
Golf (facebook: golfklúbbur Þorlákshafnar) á rómuðum golfvelli sem staðsettur er í jaðri byggðarinnar, rétt við sjávarsíðuna.
Afþreying er hér af ýmsum toga:
hér má meðal annars finna: Fallegt útivistarsvæði við vitann með útsýnispalli og göngustíg meðfram bjarginu í einstakri náttúrufegurð. Heilsustíg má finna í bænum þar sem líkamsræktartæki eru við göngu/hlaupastíga.