Gissurarbúð 2 , Þorlákshöfn
45.900.000 Kr.
Einbýlishús
5 herb.
191 m2
45.900.000
Stofur
1
Herbergi
5
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
4
Byggingaár
2020
Brunabótamat
0
Fasteignamat
4.910.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar DEILA Senda á vin

Fasteignasala Suðurlands (s 483 3424) kynnir: Gissurarbúð 2, Þorlákshöfn.  Nýtt, glæsilegt og einstaklega vel staðsett 192m2 einbýlishús með sambyggðum bílskúr.    * 4 svefnherbergi * 2 baðherbergi
* Ath. mynd í auglýsingu er af samskonar húsi sem staðsett er að Gissurarbúð 4.
** Allar nánari upplýsingar veittar hjá Fasteignasölu Suðurlands í síma 483 3424 og á fastsud@gmail.com.  

Húsið afhendist á byggingarstigi 5 og skiptist svo:

*  Forstofa 
*  Gestasalerni inn af forstofu
*  4 góð svefnherbergi.
*  Baðherbergi með útgengi út í garð
*  Stofa og eldhús í opnu rými með útgengi út í garð
*  Þvottahús með hurð inn í bílskúr
*  Góður bílskúr með gönguhurð
*  Geymsla í bílskúr.   


Hægt er að fá húsið afhent á eftirfarandi byggingarstigum:

1.  Fokheld bygging. 

2. Byggingarstig 5, tilbúið til málunar.
3.  Fullbúið hús. 


1. Byggingarstig 4:

Frágangur utanhúss: 

Húsið er byggt úr timbri og klætt með ljósu og dökkbrúnu steni. Vindskeiðar og gluggar verða fúavarin. Á þaki verður aluzink bára. Þakkantar verða frágengnir og lagt fyrir útiljósum.  Útiljós verða fyrir framan anddyri. Þakrennur og rennuniðurföll verða frágengin. Útihurðar verða frágengnar. Gluggar verða frágengnir og glerjaðir. Allt tréverk verður fúavarið með fúavörn. Málmaksturshurð verður í bílskúrnum. Lóð og bílaplan verða grófjöfnuð. 

Frágangur innanhúss: 

Einangrað og plastað að innan og kominn brunaveggur á milli íbúðar og bílskúrs. Hiti og rafmagn komið í húsið og búið að greiða tengigjöld.

Verð miða við byggingarstig 4: 39m

2.  Byggingarstigi 5: 

Frágangur utanhúss:

Húsið er byggt úr timbri og klætt með ljósu og dökkbrúnu steni. 
Vindskeiðar og gluggar verða fúavarin. 
Á þaki verður aluzink bára. 
Þakkantar verða frágengnir og lagt fyrir útiljósum.  Útiljós verða fyrir framan anddyri. 
Þakrennur og rennuniðurföll verða frágengin. 
Útihurðar verða frágengnar. 
Gluggar verða frágengnir og glerjaðir. Allt tréverk verður fúavarið með fúavörn. 
Málmaksturshurð verður í bílskúrnum. 
Lóð og bílaplan verða grófjöfnuð.  

Frágangur innanhúss: 

Kraftsperrur eru í húsinu og því eru öll loft niðurtekin. 
Ísteyptar hitalagnir eru í öllum gólfum og verður tengigrind fyrir gólfhita frágengin. 
Rafmagn verður frágengið í töflu og komnir tenglar og rofar. 
Veggir verða  klæddir með nótuðum spónarplötum. Loft klædd með loftaþiljum. 
Allir milliveggir eru komnir og er brunaveggur milli húss og bílskúrs. Veggir eru ósparslaðir og ómálaðir. 
Gólfplata verður flotdregin (ekki flotuð). 
Engar innihurðar eru komnar í húsið. 


Verð miðað við byggingarstig 5:  45,9m

3. Fullbúið hús: 
Gólfefni:  Reiknað er með flísum á gólfum á baðherbergjum, forstofu og þvottahúsi annars parketi, bílskúrsgólf verði málað.

Innréttingar:  Í eldhúsi, á baði og í þvottahúsi eru vandaðar IKEA innréttingar eða sambærilegt.
Innihurðir:  Innihurðir verði frá Húsasmiðjunni eða sambærilegt.
Baðherbergi: Reiknað er með að baðherbergi séu klædd með votrýmisplötum  en sturtuhorn sé flísalagt.
Svefnherbergi:  Innbyggðir skápar verða í hjónaherbergi (IKEA eða sambærilegt)
Málun: Sparslað yfir hefti og ójöfnur og málað.
Lóð:  Lóðin verði þökulögð,  nema innkeyrsla sem verði grófjöfnuð með mulningi (grjótmulningur sem inniheldur nánast engan sand).
Þetta er gróf lýsing á afhendingu á fullbúnu húsi, og að sjálfsögðu vill verktaki sem allra best samstarf við kaupendur varðandi val á efnum. Aðrar leiðir og meiri eða minni frágangur er hægt að semja um.
Verð miðað við fullbúið hús skv. ofangreindri lýsingu:  57,9m

** Byggingaraðili:  Hrímgrund ehf. 

** Sjón er sögu ríkari ! 

** Í Þorlákshöfn eru allar vegalengdir innanbæjar mjög stuttar og að hámarki 10-15mínútna gangur í alla helstu þjónustu, eins og grunn- og leikskóla, íþróttasvæði og verslun!

Í Þorlákshöfn er þjónustustig mjög gott -  hagnýtar upplýsingar:

Hér eru einstaklega góður grunnskóli sem og leikskóli sem tekur inn börn niður í 18 mánaða !
Verslun og þjónusta:
Hér má m.a. finna:
Apótekarann.
Bakaríið Café Sól (facebook:  café sól)
Hárgreiðslustofuna Kompuna (facebook:  kompan klippistofa)
Rakarstofu Kjartans (facebook: kjartan rakari)
Vínbúðina.
Kr.-verslun með yfir 2.000 helstu vöruliði á Krónuverði
Veitingastaðina:
Hendur í Höfn, kaffihús, veitingastað og glerlistasmiðju (hendurihofn.is og
facebook:  hendur í höfn)
Meitilinn (facebook:  Meitillinn veitingahús)
Svarta Sauðinn (facebook:  svarti sauðurinn)  og
Skálann, sem jafnframt er sölustaður Orkunnar.    Einnig er Olís hér með ÓB-stöð.

Hér er mjög góð heilsugæsla.


Hér er tannlæknir.
Í Ráðhúsi bæjarins eru, auk skrifstofu sveitarfélagsins: 
Mjög gott bókasafn (facebook:  Bæjarbókasafn Ölfuss)
Landsbankinn
og útibú PóstsinsTómstundir og afþreying: 
Íþróttaiðkun í Þorlákshöfn er gríðarlega öflug og þá helst meðal barna og unglinga. Frá fjögurra ára aldri er í boði að iðka fótbolta (aegirfc.is), fimleika (facebook:  fimleikadeild Þórs), körfubolta (facebook:  Þór Þorlákshöfn) og frjálsar, ásamt því að iðkaður er badminton, motorcrossá braut rétt utan við bæinn, hestamennska (facebook:  hestamannafélagið háfeti) með fallegum reiðleiðum allt um kring og golf (facebook:  golfklúbbur Þorlákshafnar) á rómuðum golfvelli sem staðsettur er í jaðri byggðarinnar, rétt við sjávarsíðuna.  Hér er svo einnig Litli íþróttaskólinn á vegum fimleikadeildarinnar fyrir börn frá eins árs aldri.   

Í íþróttamiðstöðinni er mjög góð líkamsræktar-aðstaða þar sem hægt er að komast í einka- þjálfun, spinning, hóptíma, líkamsrækt fyrir eldri borgara o.m.fl.  Þar er að finna góða sundaðstöðumeð útilaug, heitum pottum, vaðlaug og skemmtilegri innilaug fyrir fjölskyldufólk.
Jógastúdíó (Jógahornið).
Öflug sjúkraþjálfun.
Afþreying er hér af ýmsum toga:
hér má meðal annars finna:  
Fallegt útivistarsvæði við vitann með útsýnispalli og göngustíg meðfram bjarginu í einstakri náttúrufegurð. 
Heilsustíg má finna í bænum þar sem líkamsræktartæki eru við göngu/hlaupastíga.
Hér er æðisleg strönd sem mikið er mikið notuð til útivistar og þar má oft sjá menn á brimbrettum, en slíkt er gott að stunda hér.
Í sjónum við útsýnispallinn er einn vinsælasta staður til brimbrettaiðkunar á Íslandi.
Blackbeach tours (www.blackbeachtours.is) er afþreyingar fyrirtæki sem býður upp á fjórhjólaferðir bæði í fjöruna og um hraunið, RIB bátaferðir meðfram bjarginu og adrenalínferðir, snekkjuleigu og sjóstöng og jógaferðir úti í náttúrunni.  
Einnig er hér:
Öflugt leikfélag (facebook: leikfélag ölfuss).
Hinir ýmsu kórar (facebook:  Tónar og Trix, Kyrjukórinn,  ofl.)
Einn stærsti Kiwanisklúbbur landsins (facebook:  Kiwanisklúbburinn Ölver)
O.sfr. o.s.frv. o.s.frv.  :)
** Allar helstu fréttir úr sveitarfélaginu má finna á:  www.hafnarfrettir.is

Senda fyrirspurn vegna

Gissurarbúð 2

CAPTCHA code


Guðbjörg Heimisdóttir
Löggiltur fasteigna-fyrirtækja- og skipasali