Fasteignasala Suðurlands (s 483 3424) kynnir í einkasölu: NÝJA 62m2 MIÐJUÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ (merkt 0103) AÐ SAMBYGGÐ 18 Í ÞORLÁKSHÖFN.
Íbúðin er tilbúin til afhendingar fljótlega.
* Áhugasamir geta haft samband við Fasteignasölu Suðurlands á fastsud@gmail.com eða í síma 483 3424 *
Íbúðin afhendist fullfrágengin (utan fataskápa) skv. neðangreindri lýsingu:
* Flísalögð forstofa.
* 1 rúmgtt svefnherbergi.
* Eldhús og stofa í opnu rými.
* Úr stofunni er utangengt á sér afnotasvæði fyrir framan íbúð.
* Í eldhúsi verður hvít há-glans sprautulökkuð innrétting, með grárri borðplötu og á milli borðplötu og efri skápa í eldhúsi verður plata klædd burstuðu stáli.
* Helluborð, bakarofn og vifta fylgja íbúðinni.
*Baðherbergi verður með hvítri há-glans sprautulakkaðri innréttingu með grárri borðplötu, upphengt wc, sturta með glerþili, flísar á gólfi og á vegg við sturtu.
* Fallegt harðparket verður á öllum gólfum utan forstofu og baðs.
* Hvítar hurðar verða í íbúðinni og útihurð verður blágrá.
* Íbúðin verður máluð í ljósum lit.
* Sameiginleg geymsla er á jarðhæð.
** Lóðinni verður skilað fullkláraðri með gangstéttum og bílastæðum ásamt lýsingu.
Sorpskýli verða fyrir utan.
Utan á húsið kemur aluzink. Á þaki verður pvc þakdúkur
* Byggingaraðili er Pró Hús ehf. Allar nánari upplýsingar um Pró-Hús og byggingafyrirkomulagið má finna á heimasíðu þeirra: www.prohus.is"
(tölvugerð mynd af húsi í auglýsingu er til viðmiðunar)
Hér er mjög góð heilsugæsla.
Tómstundir og afþreying:
Íþróttaiðkun í Þorlákshöfn er gríðarlega öflug og þá helst meðal barna og unglinga. Frá fjögurra ára aldri er í boði að iðka fótbolta (aegirfc.is), fimleika (facebook: fimleikadeild Þórs), körfubolta (facebook: Þór Þorlákshöfn) og frjálsar, ásamt því að iðkaður er badminton, motorcrossá braut rétt utan við bæinn, hestamennska (facebook: hestamannafélagið háfeti) með fallegum reiðleiðum allt um kring og golf (facebook: golfklúbbur Þorlákshafnar) á rómuðum golfvelli sem staðsettur er í jaðri byggðarinnar, rétt við sjávarsíðuna. Hér er svo einnig Litli íþróttaskólinn á vegum fimleikadeildarinnar fyrir börn frá eins árs aldri.
Afþreying er hér af ýmsum toga:
hér má meðal annars finna: Fallegt útivistarsvæði við vitann með útsýnispalli og göngustíg meðfram bjarginu í einstakri náttúrufegurð. Heilsustíg má finna í bænum þar sem líkamsræktartæki eru við göngu/hlaupastíga.